Galdrar
Afgöldrun
(e. Dispel magic)
3. hrings afboðun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 36 metrar |
Þættir | R, H |
Ending | Samstundis |
Veldu veru, hlut eða galdraáhrif innan færis. Göldrum af 3. hring og lægri sem hafa áhrif á viðfangið lýkur samstundis. Fyrir hvern galdur af 4. hring og æðri skal kasta hæfniskasti með galdrahæfileika þínum með erfiðleikastig upp á 10 + hring galdursins. Ef kastið tekst lýkur galdrinum.
Æðri hringir. Þegar þú beitir þessum galdri með því að nota 4. hrings galdrahólf eða æðra lýkur galdurinn göldrum sjálfkrafa ef hringur galdrahólfsins sem er notað jafngildir hring galdursins.
Álfahurð
(e. Passwall)
6. hrings umbreyting | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 9 metrar |
Þættir | R, H, M (sesamfræ á hnífsoddi) |
Ending | 1 klukkustund |
Leið í gegnum yfirborð úr timbri, gifsi eða steini birtist á stað að eigin vali og helst það meðan galdrinum varir. Þú velur hve stór leiðin er, hún getur verið allt að 1.5 metra breið, 2.5 metra há og 6 metra djúp. Leiðin ógnar ekki stöðugleika byggingarinnar sem hún er í gegnum.
Þegar leiðin lokast er verum og hlutum sem enn eru innan hennar ýtt í átt að lausum reit nálægt yfirborðinu sem þú beittir galdrinum á til að byrja með, þeim að meinalausu.
Blessun
(e. Bless)
1. hrings álög | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 9 metrar |
Þættir | R, H, E (sletta af helgu vatni) |
Ending | Einbeiting, allt að einni mínútu |
Þú veitir allt að þremur verum innan færis að eigin vali blessun. Hvenær sem viðfang galdursins kastar árásarkasti eða varnarkasti meðan galdrinum varir má viðfangið kasta d4 og bæta niðurstöðunni við útkomu kastsins.
Æðri hringir. Þegar þú beitir þessum galdri með því að nota 2. hrings galdrahólf eða æðra geturðu blessað eina veru til viðbótar fyrir hvern hring umfram hinn fyrsta.
Dagsljós
(e. Daylight)
3. hrings áköllun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 18 metrar |
Þættir | R, H |
Ending | 1 klukkustund |
Ljós breiðist út frá stað að þínu vali innan færis og fyllir kúlu með radíus upp á 18 metra. Ljósið er bjart (e. bright light) innan kúlunnar og dauft (e. dim light) í 18 metra til viðbótar.
Ef staðurinn sem þú velur er á færanlegum hlut breiðist ljósið út frá hlutnum og færist með honum. Sé hluturinn hulinn, t.d. með ógegnsærri skál eða hjálmi, byrgist ljósið.
Ef áhrifasvæði galdursins skarast við áhrifasvæði myrkragaldurs af 3. hring eða lægri afgaldrast myrkragaldurinn.
Drep
(e. Blight)
4. hrings námögnun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 9 metrar |
Þættir | R, H |
Ending | Samstundis |
Náorka flæðir yfir veru að þínu vali innan færis og dregur úr henni vökva og þrótt. Veran tekur 8d8 náskáða (e. necrotic damage), eða helmingi minna ef hún nær hreystivarnarkasti. Þessi galdur hefur engin áhrif á hin lifandi dauðu eða gerviverur. Galdraplöntur og plöntuverur þurfa að kljást við mótbyr á varnarkastinu, og galdurinn gerir hámarksskaða gegn þeim. Ef þú beinir þessum galdri gegn tré sem ekki er vera, t.d. tré eða runna, fær hún ekki að kasta varnarkasti, hún visnar bara og deyr.
Æðri hringir. Þegar þú beitir þessum galdri með því að nota 5. hrings galdrahólf eða æðra eykst galdurinn um 1d8 fyrir hvern hring umfram hinn fjórða.
Endurlífgun
(e. Revivify)
3. hrings umbreyting | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | Snerting |
Þættir | R, H, E (300 GP af demöntum, sem galdurinn eyðir) |
Ending | Samstundis |
Þú snertir veru sem hefur dáið fyrir minna en mínútu. Veran vaknar aftur til lífs með 1 í heilsu. Galdurinn virkar ekki á veru sem hefur dáið úr elli og hann getur ekki látið líkamshluta sem vantar vaxið aftur.
Fjöldasárabót
(e. Mass cure wounds)
5. hrings áköllun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 18 metrar |
Þættir | R, H |
Ending | Samstundis |
Bylgja lækningarmátts streymir fram. Veldu allt að 6 verur innan kúlu (e. sphere) með 9 metra radíus sem er með miðju í staðsetningu að þínu vali innan færis. Heilsa hverrar veru batnar um 3d8 + galdrahæfileikabreytu þína. Þessi galdur hefur ekki áhrif á hin lifandi dauðu eða gerviverur.
Æðri hringir. Þegar þú beitir þessum galdri með því að nota 6. hrings galdrahólf eða æðra eykst heilsa veranna um 1d8 til viðbótar fyrir hvern hring umfram hinn fimmta.
Hillingar
(e. Hallucinatory terrain)
4. hrings sjónhverfing | |
---|---|
Beitingartími | 10 mínútur |
Drægni | 90 metrar |
Þættir | R, H, E (steinn, sprek og ögn af grænni plöntu) |
Ending | Samstundis |
Þú lætur náttúrulega landslagið innan tenings sem er 45 metrar á kant líkjast feni, hæðum, sprungu, eða öðru erfiðu eða illfæru landslagi. Tjörn gæti verið látin líkjast grasi vöxnu engi, stórgrýtt gil eins og beinn og breiður vegur. Útlit mannvirkja, útbúnaðar og vera innan áhrifasvæðisins breytist ekki.
Áþreifanlegir eiginleikar landslagsins breytast ekki, svo verur sem fara inn á svæðið eru líkleg til að taka eftir sjónhverfingunni. Ef munurinn er ekki augljós öllum sem snerta landslagið geta verur sem reyna greindarkast (athugun) gegn erfiðleikastigi galdra þinna til að sjá í gegnum sjónhverfinguna. Verur sem sjá í gegnum sjónhverfinguna sér hana sem óljósar myndir ofan á landsslaginu.
Hröðun
(e. Haste)
3 hrings umbreyting | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 9 metrar |
Þættir | R, H, E (lakkrísrótarflaga) |
Ending | Einbeiting, allt að 1 mínútu |
Veldu samþykka veru sem þú getur séð innan færis. Meðan galdrinum varir tvöfaldast hraði hennar, varnarstig hennar eykst um 2 og hún hefur meðbyr á lipurðarvarnarköstum, og hún fær aukaaðgerð á hverri umferð. Eingöngu má nota þessa aðgerð til að gera árás (eingöngu eina árás með vopni), þjóta, hörfa (e. disengage), felast (e. hide) eða nota hlut (e. use object).
Þegar galdrinum lýkur getur veran hellist yfir hana þreyta, hún getur ekki hreyft sig eða framkvæmt aðgerðir fyrr en næstu umferð hennar er lokið.
Hulduskref
(e. Misty step)
2. hrings framköllun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aukaaðgerð |
Drægni | Eigin |
Þættir | R |
Ending | Samstundis |
Þú umlykst silfraðri þoku í andartak og fjarflyst allt að 9 metra, í lausan reit sem þú getur séð.
Kraftveggur
(e. Wall of force)
5. hrings áköllun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 36 metrar |
Þættir | R, H, E (Örlítið duft úr glærum gimsteini) |
Ending | Einbeiting, allt að 10 mínútum |
Ósýnilegur veggur úr krafti birtist á stað að eigin vali. Veggurinn snýr eins og þér sýnist, hann getur verið lóðréttur, láréttur, eða á ská. Hann getur hangið í lausu lofti eða verið fastur við yfirborð. Þú getur mótað hann í hvelfingu eða kúlu með radíus allt að 3 metrum, eða þú getur búið til flatt yfirborð samsett úr allt að 10 plötum sem eru 3 metrar á kant. Hver plata þarf þá að vera föst við jaðar annarrar plötu. Veggurinn er alltaf 6 millimetra þykkur og endist meðan galdrinum varir. Ef veggurinn sker í gegnum reit veru þegar hann birtist er henni ýtt til hliðar (þú velur hvora hlið).
Ekki er hægt að stíga í gegnum vegginn. Afgöldrun hefur engin áhrif á vegginn og hann er óbrjótandi, ónæmur fyrir öllum skaða. Galdurinn sundrun eyðir veggnum samstundis. Veggurinn nær inn á eteríska tilvistarstigið, svo ekki er hægt að fara fram hjá honum þannig.
Köngulóarfet
(e. Spider climb)
2. hrings umbreyting | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | Snerting |
Þættir | R, H, E (jarðbiksdropi og könguló) |
Ending | Einbeiting, allt að klukkustund |
Þú ljáir einni samþykkri veru sem þú snertir hæfileikann til að hreyfast upp, niður og eftir láréttum yfirborðum og á hvolfi hangandi úr loftum, án þess að nota hendur. Veran fær líka klifurhraða sem er jafn mikill og gönguhraði hennar.
Myrkur
(e. Darkness)
2. hrings áköllun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 18 metrar |
Þættir | R, H, E (Leðurblökufeldur og tjörudropi eða kolamoli) |
Ending | Einbeiting, allt að 10 mínútum |
Galdramyrkur breiðist út frá stað að þínu vali innan færis og fyllir kúlu með radíus upp á 4.5 metra. Myrkrið getur beygt fyrir horn. Verur með nætursjón geta ekki séð í gegnum myrkrið, og galdrasnautt ljós getur ekki lýst það upp.
Ef staðurinn sem þú velur er á færanlegum hlut breiðist myrkrið út frá hlutnum og færist með honum. Sé hluturinn hulinn, t.d. með ógegnsærri skál eða hjálmi, stöðvast myrkrið.
Ef áhrifasvæði galdursins skarast við áhrifasvæði ljósgaldurs af 2. hring eða lægri afgaldrast ljósgaldurinn.
Nábrynja
(e. Death ward)
4. hrings afboðun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | Snerting |
Þættir | R, H |
Ending | 8 klukkustundir |
Þú snertir eina veru og veitir henni ákveðna vörn gegn dauðanum.
Í fyrsta skipti sem veran myndi falla niður í 0 heilsu vegna skaða fellur hún þess í stað niður í 1 heilsu og galdrinum lýkur.
Ef galdurinn er í gangi þegar veran verður fyrir áhrifum sem myndu drepa hana á staðnum án þess að gera skaða eru áhrifin þess í stað ómerkt hvað veruna varðar og galdrinum lýkur.
Orkuþol
(e. _Protection from energy)
3. hrings afboðun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | Snerting |
Þættir | R, H |
Ending | Einbeiting, allt að klukkustund |
Þú snertir samþykka veru og veitir henni þol gegn einni gerð skaða að þínu vali meðan á galdrinum varir. Þú mátt velja úr þoli gegn sýru, eldi, þrumum eða eldingum.
Ósýnileiki
(e. Invisibility)
2. hrings sjónhverfing | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | Snerting |
Þættir | R, H, E (augnhár í arabísku gúmmíi) |
Ending | Einbeiting, allt að klukkustund |
Þú gerir veru sem þú snertir ósýnilega meðan galdrinum varir. Allt sem veran klæðist eða heldur á verður líka ósýnilegt svo lengi sem hún er með það. Galdrinum lýkur ef veran gerir árás eða beitir galdri.
Æðri hringir. Þegar þú beitir þessum galdri með því að nota 3. hrings galdrahólf eða æðra geturðu beitt áhrifunum á eina veru til viðbótar fyrir hvern hring umfram annan.
Sannsýni
(e. True seeing)
6. hrings spádómur | |
---|---|
Beitingartími | 1 klukkustund |
Drægni | Snerting |
Þættir | R, H, M (augnsmyrsl sem kostar 25 GP og eyðist upp) |
Ending | 1 klukkustund |
Galdurinn veitir samþykkri veru hæfileikann til að sjá alla hluti eins og þeir eru. Meðan á galdrinum varir er veran gætt sannsýni, sér dyr sem hafa verið duldar með göldrum, og sér inn á eteríska tilvistarstigið (e. ethereal plane) innan 36 metra.
Augnsmyrslið er úr sveppadufti, saffrani og fitu.
Sárabót
(e. Cure wounds)
1. hrings áköllun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | Snerting |
Þættir | R, H |
Ending | Samstundis |
Heilsa einnar veru sem þú snertir batnar um 1d8 + galdrahæfileikabreytu þína. Þessi galdur hefur ekki áhrif á hin lifandi dauðu eða gerviverur.
Æðri hringir. Þegar þú beitir þessum galdri með því að nota 2. hrings galdrahólf eða æðra eykst heilsa verunnar um 1d8 til viðbótar fyrir hvern hring umfram hinn fyrsta.
Sigur á dauðanum
(e. True resurrection)
9. hrings námögnun | |
---|---|
Beitingartími | 1 klukkustund |
Drægni | Snerting |
Þættir | R, H, E (skvetta af heilögu vatni og demantar að virði minnst 25000GP, sem galdurinn eyðir) |
Ending | Samstundis |
Þú snertir veru sem hefur verið dáin allt að 200 ár. Veran má hafa dáið af hvaða ástæðu sem er nema elli. Ef sál verunnar er bæði viljug til og fær um að snúa aftur vaknar hún til lífs við fulla heilsu.
Galdurinn lokar öllum sárum, læknar öll eitur og sjúkdóma, og bindur endi á allar bölvanir sem hrjáðu veruna þegar hún dó.
Galdurinn skiptir um líffæri og líkamshluta sem voru skemmd eða vantaði. Galdurinn virkar jafnvel þó líkami verunnar sé ekki lengur til, við slíkar aðstæður þarftu að þylja upp nafn verunnar og hún birtist í tómum reit að þínu vali innan 3 metra frá þér.
Sjónvarp
(e. Scrying)
5. hrings spádómur | |
---|---|
Beitingartími | 10 mínútur |
Drægni | Eigin |
Þættir | R, H, E (fókus að minnst 1000 GP virði, t.d. kristalskúla, spegill eða heilagur vatnsfontur) |
Ending | Einbeiting, allt að 10 mínútum |
Þú sérð og heyrir í veru að eigin vali sem er á sama tilvistarstigi (e. on the same plane) og þú. Veran þarf að ná viskuvarnarkasti, sem verður fyrir áhrifum af því hversu vel þú þekkir til verunnar og hvort þú hafir við hana einhvers konar efnislega tengingu. Ef veran veit að þú ert að reyna að beita þessum galdri getur hún valið að ná kastinu ekki ef hún er tilbún til að láta fylgjast með sér.
Þekking | Áhrif á kastið |
---|---|
Afleidd (þú þekkir til verunnar) | +5 |
Af fyrstu hendi (þú hefur hitt veruna) | +0 |
Kunnug (þú þekkir veruna vel) | -5 |
Tenging | Áhrif á kastið |
---|---|
Mynd | -2 |
Eign eða föt | -4 |
Líkamshlutur, hárlokkur, naglaafklippur eða álíka | -10 |
Ef varnarkastið tekst mistekst galdurinn og þú getur ekki reynt aftur næsta sólarhringinn.
Ef varnarkastið mistekst sprettur fram ósýnilegur nemi innan 3 metra frá verunni sem þú getur séð og heyrt í gegnum. Neminn eltir veruna svo hann haldist innan 3 metra frá henni. Vera sem getur séð ósýnilega hluti sér nemann sem hnefastóran, glóandi hnött.
Í stað þess að fylgjast með veru geturðu líka beint galdrinum að ákveðnu svæði sem þú hefur séð áður. Þegar það gerist birtist neminn á svæðinu og hreyfist ekki.
Skordýraplága
(e. Insect plague)
5. hrings framköllun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 90 metrar |
Þættir | R, H, E |
Ending | Einbeiting, allt að tíu mínútum |
Mannýgur engisprettusveimur fyllir kúlu með 7.5 metra radíus með miðju í staðsetningu að eigin vali. Sveimurinn getur beygt fyrir horn, helst meðan galdrinum varir, og byrgir sýn að nokkru leyti (e. area is lightly obscured). Svæðið innan kúlunnar telst erfitt yfirferðar (e. difficult terrain).
Þegar engispretturnar birtast þarf hver vera innan svæðisins að ná hreystivarnarkasti. Vera verður yfir 4d10 í stunguskaða ef hún nær kastinu ekki, eða helming þess ef hún nær því. Verur þurfa líka að ná sama varnarkasti þegar hún fer inn í sveiminn í fyrsta sinn í hverri umferð, og ef hún lýkur umferð sinni innan sveimsins.
Æðri hringir. Þegar þú beitir þessum galdri með því að nota 6. hrings galdrahólf eða æðra eykst skaði galdursins um 1d10 til viðbótar fyrir hvern hring umfram hinn fimmta.
Sköpun vots og þurrs
(e. Create food and water)
3. hrings framköllun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 9 metrar |
Þættir | R, H |
Ending | Samstundis |
Þú skapar 20 kg af mat og 90 lítra af vatni á jörðinni eða í ílátum innan færis, nóg til að halda fimmtán mannverum eða fimm reiðskjótum á fóðrum í sólarhring. Maturinn er ómerkilegur en næringarríkur, og skemmist ef hann er ekki kláraður innan sólarhrings. Vatnið er hreint og skemmist ekki.
Smáendurheimt
(e. Lesser restoration)
2. hrings afboðun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | Snerting |
Þættir | R, H |
Ending | Samstundis |
Þú snertir eina veru og læknar hana af einum sjúkdómi eða bindur endi á ein áhrif sem hrjáir hana. Áhrifin geta verið blinda, heyrnarleysi, lömun eða eitrun.
Sporleysi
(e. Pass without trace)
2. hrings afboðun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | Eigin |
Þættir | R, H, E (aska af mistilteinslaufi og greni) |
Ending | Einbeiting, allt að klukkustund |
Hula skugga og þagnar umlykur þig og felur þig og ferðafélaga þína. Meðan galdrinum varir fá verur að þínu vali innan 9 metra (þú þar á meðal) +10 bónus á köstum sem tengjast lipurð (launung (e. _stealth)) og ekki er hægt að nota galdra til að rekja ferðir ykkar. Vera sem fær þennan bónus skilur ekki eftir sig nein spor eða önnur merki um að hún hafi farið um.
Steinmótun
(e. Stone shape)
4. hrings umbreyting | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | Snerting |
Þættir | R, H, E (mjúkur leir sem þarf að móta til í nýju lögun steinsins) |
Ending | Samstundis |
Þú endurmótar stein í lögun sem hentar þér. Steinninn má vera af miðstærð eða minni, eða hluti af stærri stein sem ekki er meira en 1.5 metrar á kant. Til dæmis gætirðu mótað nógu stóran stein til að mynda vopn, líkneski, kistu, eða til að búa til göng í gegnum vegg (sem þó má ekki vera meira en 1.5 metrar að þykkt). Þú getur líka endurmótað steinhurð eða hurðarkarminn til að gera ómögulegt að opna hana. Hluturinn sem þú býrð til getur haft allt að tvær lamir og eina slá, en ekki er hægt að búa til nákvæmari vélar en það.
Steinskrápur
(e. Stoneskin)
4. hrings afboðun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | Snerting |
Þættir | R, H, E (demantaryk að virði 100 GP, sem galdurinn eyðir) |
Ending | Einbeiting, allt að klukkustund |
Galdurinn gerir líkama samþykkrar veru grjótharðan. Meðan galdrinum varir telst veran vera þolin gegn höggskaða, stunguskaða og lagskaða nema þeim sem á rætur sínar að rekja til galdra.
Steinsmokrun
(e. Meld into stone)
3. hrings umbreyting | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | Snerting |
Þættir | R, H |
Ending | 8 klukkustundir |
Þú stígur inn í hlut úr steini eða steinyfirborð sem er nógu stórt til að rúma allan líkama þinn, svo að þú og allur þinn útbúnaður sé innan steinsins meðan galdrinum varir. Þú þarft að hreyfa þig inn í steininn með því að hreyfa þig (e. using your movement) og snerta steininn. Ekki er hægt að sjá þig eða á annan hátt nema veru þína í steininum án galdra.
Meðan þú ert inni í steininum geturðu ekki séð hvað gerist utan hans, öll köst upp á visku (eftirtektarsemi) þurfa að kljást við mótbyr. Þú gerir þér grein fyrir því hvað tímanum líður og getur beitt göldrum á þig sjálf(an/a/t) innan steinsins. Þú getur farið út með því að fara að staðnum þar sem þú fórst upphaflega inn i hann, sem lýkur galdrinum. Þú getur ekki hreyft þig að öðru leyti.
Minniháttar skemmdir á steininum hafa ekki áhrif á þig, en sé hann skemmdur eða honum umbreytt svo mikið að þú passir ekki lengur inn í hann kastastu út úr honum og verður fyrir 6d6 höggskaða. Gjöreyðileggist steinninn eða sé honum umbreytt í annað efni kastastu út úr honum og verður fyri 50 í höggskaða. Ef þú kastast út lendirðu á grúfu (e. prone) þar sem þú fórst upphaflega inn í hann.
Steinveggur
(e. Wall of Stone)
5. hrings áköllun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 36 metrar |
Þættir | R, H, E (granítvala) |
Ending | Einbeiting, allt að tíu mínútum |
Galdrasnauður (e. nonmagical) veggur úr steini sprettur fram á stað sem þú velur innan færis. Veggurinn samanstendur af plötum sem eru 3 metrar á kant og 15 sentímetra þykkar. Hver plata þarf að tengjast annarri plötu. Einnig er hægt að geta plötur sem eru 3 metrar á eina hlið og 6 metrar á aðra, en einungis 7.5 sentímetra þykkar.
Ef veggurinn sneiðir í gegnum reit sem vera er í þegar hann birtist er verunni ýtt til annarrar hliðar veggsins (að þínu vali). Væri vera umkringd veggnum á allar hliðar (eða veggnum og álíka yfirborðum) fær veran að reyna lipurðarvarnarkast. Ef hún nær því getur hún nýtt viðbragð sitt til að hreyfa sig sem nemur hraða síðnum til svo hún sé ekki umkringd veggnum.
Veggurinn má hafa hvaða lögun sem er, en hann má ekki vera á sama reit og vera. Veggurinn þarf ekki að vera lóðréttur, og hann þarf ekki heldur að hvíla á sérstaklega stöðugum undirstöðum. Veggurinn þarf hins vegar að hvíla á og sameinast steini sem þegar var til staðar. Þannig er t.d. hægt að nota þennan galdur til að búa til brú eða stiga.
Ef þú brúar bil sem er meira en 6 metrar þarftu að helminga stærð hverrar plötu til að styðja við. Þú getur gert einfaldar breytingar á lögun, t.d. til að búa til varnarskörð eins og á kastalavegg.
Hægt er að skaða vegginn á sama hátt og annan stein. Hver plata hefur varnarstig upp á 15 og 12 í heilsu fyrir hvern sentímetra þykktar. Nái heilsa plötu 0 er hún eyðilögð, sem gæti líka látið aðliggjandi plötur hrynja, eftir geðþótta stjórnanda.
Ef galdrinum er viðhaldið út einbeintingartímabilið verður hann varanlegur, þá er ekki hægt að afgaldra (e. dispel) hann. Að öðrum kosti hverfur veggurinn þegar galdrinum lýkur.
Stækjuský
(e. Stinking cloud)
3. hrings framköllun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 27 metrar |
Þættir | R, H, E (fúlegg eða skúnkaplöntulauf) |
Ending | Einbeiting, allt að einni mínútu |
Þú magnar fram gult, illa þefjandi, kúlulaga gasský með 6 metra radíus á stað að eigin vali innan færis. Skýið beygir fyrir horn og byrgir sýn algjörlega (e. area is heavily obscured). Skýið helst á lofti meðan galdrinum varir.
Verur sem byrja umferð sína innan skýsins þurfa að ná hreystivarnarkasti gegn eitri. Ef kastið mistekst þarf veran að eyða aðgerð sinni þá umferð í að kúgast og ná andanum. Verur sem ekki þurfa að anda eða eru ónæmar fyrir eitri ná varnarkastinu sjálfkrafa.
Gola (e. moderate wind) að minnst 5 metrum á sekúndu leysir skýið upp á fjórum umferðum. Kaldi (e. strong wind) að minnst 10 metrum á sekúndu leysir skýið upp á einni umferð.
Sundrun
(e. Disintegrate)
6. hrings umbreyting | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 18 metrar |
Þættir | R, H, E (náttúrulegur segull og örlítið ryk) |
Ending | Samstundis |
Grannur, grænn geisli skýst út úr fingri þínum í átt að skotmarki innan færis. Skotmarkið getur verið vera, hlutur, eða fyrirbrigði úr galdrakrafti á borð við kraftvegg.
Vera sem verður fyrir geislanum þarf að ná lipurðarvarnarkasti. Ef henni mistekst kastið verður hún fyrir 10d6 + 40 kraftskaða (e. force damage). Ef skaðinn lækkar veruna niður í 0 heilsu leysist hún upp.
Vera sem leysist upp breytist í litla hrúgu af fínkornóttu gráu ryki, ásamt öllum hennar útbúnaði öðrum en galdrahlutum. Eingöngu galdrarnir sigur á dauðanum eða ósk geta vakið hana upp frá dauðum.
Galdurinn leysir sjálfkrafa upp alla Stóra eða minni hluti svo lengi sem þeir eru ekki göldrum gæddir. Ef Risastór (e. huge) eða stærri hlutur verður fyrir galdrinum leysist hluti hans sem er 3 metrar á kant upp. Galdrahlutir verða ekki fyrir áhrifum af þessum galdri.
Æðri hringir. Þegar þú beitir þessum galdri með því að nota 7. hrings galdrahólf eða æðra eykst skaðinn um 3d6 fyrir hvern hring umfram sjötta.
Sýrupíla
(e. Acid arrow)
2. hrings áköllun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 27 metrar |
Þættir | R, H, E (Rabbarbaraduft og slöngumagi) |
Ending | Samstundis |
Glitrandi græn ör skýst að skotmarkinu og springur út sem sýrugusa. Gerðu galdraárás á færi (e. _ranged spell attack) gegn skotmarkinu. Ef þú hittir verður skotmarkið strax fyrir 4d4 sýruskaða, og 2d4 næst þegar það er búið að gera. Ef þú hittir ekki frussast sýran engu að síður á skotmarkið og gerir helming skaðans strax og engan skaða næst þegar það er búið að gera.
Æðri hringir. Þegar þú beitir þessum galdri með því að nota 3. hrings galdrahólf eða æðra eykst skaðinn (bæði upphafsskaðinn og sá sem síðar kemur) um 1d4 fyrir hvern hring umfram annan.
Tíbrá
(e. Blur)
2. hrings sjónhverfing | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | Eigin |
Þættir | R |
Ending | Einbeiting, allt að einni mínútu |
Líkami þinn verður illgreinilegur, hann sveiflast til og erfitt er að festa á hann auga. Meðan galdrinum varir þurfa andstæðingar þínir að kljást við mótbyr á árásarköstum gegn þér. Óvinir sem ekki reiða sig á sjón eru ónæm fyrir þessum hömlum, t.d. þau sem hafa blindrasjón (e. blindsight) eða þau sem sjá í gegnum sjónhverfingar með sannsýni.
Upprisa holdsins
(e. Raise dead)
5. hrings námögnun | |
---|---|
Beitingartími | 1 klukkustund |
Drægni | Snerting |
Þættir | R, H, E (demantur að virði minnst 500GP, sem galdurinn eyðir) |
Ending | Samstundis |
Þú vekur látna veru sem þú snertir aftur til lífs, að því gefnu að hún hafi ekki verið dáin lengur en 10 daga. Ef sál verunnar er bæði viljug til og fær um að snúa aftur í líkamann vaknar hún til lífs með 1 í heilsu.
Galdurinn læknar líka eitur og sjúkdóma sem ekki eiga rætur sínar að rekja til galdra sem hrjáðu veruna þegar hún dó. Galdurinn læknar hins vegar ekki galdrasjúkdóma, bölvanir eða álíka áhrif, ef slíkt er enn til staðar þegar galdrinum er beitt halda þær áfram að hafa áhrif þegar veran snýr aftur til lífs. Galdurinn getur ekki lífgað við lifandi dauða veru.
Galdurinn læknar banvæn sár en hann getur ekki látið líkamshluta sem vantar vaxið aftur. Ef veruna vantar líkamshluta sem hún getur ekki lifað án - t.d. höfuðið - virkar galdurinn ekki.
Það er mikil þolraun að snúa aftur frá dauðum. Veran fær -4 frádrátt á öll árásarköst, varnarköst og hæfileikaköst sem hún reynir. Í hvert skipti sem hún hvílist um langa hríð minnkar frádrátturinn um 1 þar til hann hverfur.
Vatnsgangur
(e. Water walk)
3. hrings umbreyting | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 9 metrar |
Þættir | R, H, E (Korkbútur) |
Ending | 1 klukkustund |
Galdurinn veitir allt að tíu verum innan færis getuna til að ganga á yfirborði vökva eins og um fasta jörð væri að ræða meðan galdrinum varir. Dæmi um vökva eru vatn, sýra, drulla, snjór, kviksyndi og hraun (vera sem gengur á hrauni getur enn tekið skaða vegna hitans).
Ef þú beitir galdrinum á veru sem er þegar á kafi lætur galdurinn hana fljóta 18 metra í átt að yfirborðinu á hverri umferð.
Verndari trúarinnar
(e. Guardian of faith)
4. hrings framköllun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 9 metrar |
Þættir | R |
Ending | 8 klukkustundir |
Stór, draugslegur verndari birtist og svífur á óuppteknum stað sem þú sérð innan færis að eigin vali. Verndarinn fyllir svæðið en sést varla fyrir utan glansandi sverð og skjöld sem merktur er með tákni guðs þíns.
Verur sem eru þér óvinveittar og eru þær fyrstu á umferð til að koma innan 3 metra færis frá verndaranum þurfa að ná lipurðarvarnarkasti. Veran verður fyrir 20 geislaskaða ef henni mistekst kastið, helmingi minna ef hún nær því. Verndarinn hverfur þegar hann hefur gert samtals 60 í skaða.
Vonarviti
(e. Beacon of hope)
2. hrings umbreyting | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 9 metrar |
Þættir | R, H |
Ending | Einbeiting, allt að einni mínútu |
Galdurinn veitir von og lífsorku. Veldu hvaða fjölda vera innan færis sem er. Meðan á galdrinum stendur hafa viðföngin meðbyr á viskuvarnarköstum og dauðabjargarköstum (e. death saving throws), og fær mestu mögulegu heilsu úr öllum göldrum sem bæta heilsu.
Vopn andans
(e. Spiritual weapon)
2. hrings áköllun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 18 metrar |
Þættir | R, H |
Ending | 1 mínúta |
Þú býrð til draugkennt vopn sem svífur innan færis þar til galdrinum lýkur eða þar til þú beitir galdrinum aftur. Þegar þú beitir galdrinum geturðu gert árás í návígi gegn veru innan 1.5 metra frá vopninu. Ef árásin hittir tekur verður veran fyrir skaða upp á 1d8 + galdrahæfileikabreytu þína.
Þegar þú átt að gera getur þú notað aukaaðgerð til að færa vopnið allt að 6 metra og gera aðra árás gegn veru sem er innan 1.5 metra frá vopninu.
Þú velur birtingarmynd vopnsins. Klerkar guða sem nota einkennandi vopn (t.d. St. Cuthbert er þekktur fyrir kylfu sína og Þór fyrir hamar sinn) láta galdurinn líkjast vopni guðsins.
Æðri hringir. Þegar þú beitir þessum galdri með því að nota 3. hrings galdrahólf eða æðra eykst skaði galdursins um 1d8 til viðbótar fyrir hvern hring umfram annan.
Þrumufleygur
(e. Lightning bolt_)
3. hrings áköllun | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | Eigin (30 metra lína) |
Þættir | R, H, E (feldsbútur og raf, kristall eða gler) |
Ending | Samstundis |
Þrumufleyg lýstur út frá þér í átt að eigin vali. Fleygurinn er 30 metra langur og 1.5 metra breiður. Verur sem verða fyrir fleygnum þurfa að ná lipurðarvarnarkasti. Þær sem ná kastinu ekki verða fyrir 8d6 eldingaskaða, þær sem ná því helmingi minni skaða.
Þrumufleygurinn kveikir í eldfimum hlutum sem á vegi hans verða svo lengi sem enginn heldur á þeim eða klæðist heim.
Æðri hringir. Þegar þú beitir þessum galdri með því að nota 4. hrings galdrahólf eða æðra eykst skaðinn um 1d6 fyrir hvern hring umfram hinn þriðja.
Þyrnivöxtur
(e. Spike growth)
2. hrings umbreyting | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 45 metrar |
Þættir | R, H, E (sjö oddhvassir þyrnar eða ydduð sprek) |
Ending | Einbeiting, allt að 10 mínútum |
Jörðin innan 6 metra radíuss frá stað að þínu vali snýst, umturnast og þar vaxa harðir þyrnar og gaddar. Svæðið telst erfitt yfirferðar meðan galdrinum varir. Vera sem hreyfir sig innan svæðisins verða fyrir 2d4 í stunguskaða fyrir hvern 1.5 metra sem hún ferðast.
Umbreytingin er dulin, svæðið lítur út fyrir að vera venjulegt. Verur sem ekki sjá til þegar galdrinum er beitt þurfa að kasta upp á visku (eftirtektarsemi) gegn erfiðleikastigi galdra þinna til að sjá að svæðið er hættulegt áður en þau fara inn á það.
Þöggun
(e. Silence)
2. hrings sjónhverfing | |
---|---|
Beitingartími | 1 aðgerð |
Drægni | 36 metrar |
Þættir | R, H |
Ending | Einbeiting, allt að 10 mínútum |
Meðan galdrinum varir geta engin hljóð myndast innan eða borist gegnum kúlu með 6 metra radíus, sem myndast í kringum stað sem þú velur innan færis. Verur og hlutir sem eru alveg innan kúlunnar eru ónæm fyrir þrumuskaða (e. thunder damage), og verur heyra ekkert meðan þær eru innan hennar. Það er ekki hægt að beita galdri sem hefur raddþátt innan svæðisins.