Barbari
(e. Barbarian)
Heilsa
Heilsuteningur: 1d12 fyrir hvert barbarastig
Heilsa á 1. stigi: 12 + hreystibreyta þín
Heilsa á hærri stigum: 1d12 (eða 7) + hreystibreyta þín fyrir hvert barbarastig eftir hið fyrsta.
Hæfni
Vopn: Einföld vopn, hernaðarvopn
Verjur: Léttar brynjur, miðlungsbrynjur, skildir
Áhöld: Engin
Varnarköst: Styrkur, hreysti
Kunnátta: Veldu tvö af dýrahaldi (e. animal handling), íþróttum (e. athletics), ógnun (e. intimidation), náttúrufræði (e. nature), athyglisgáfu (e. perception), og viðlegufærni (e. survival).
Útbúnaður
Þú byrjar með eftirfarandi útbúnað, til viðbótar við þann sem kemur frá bakgrunninum:
- (a) meginöxi (e. greataxe) eða (b) hernaðarvopn að eigin vali
- (a) tvær handaxir eða (b) einfalt vopn að eigin vali
- Landkönnuðarpakka og fjögur kastspjót (e. javelin)
Tafla: Barbarinn
Stig | Hæfnibónus | Einkenni | Bræðisköst | Skaði í bræði |
---|---|---|---|---|
1. | +2 | Bræði, verjulausar varnir | 2 | +2 |
2. | +2 | Kærulausar árásir, hættuskyn | 2 | +2 |
3. | +2 | Vegferð | 3 | +2 |
4. | +2 | Hæfileikaaukning | 3 | +2 |
5. | +3 | Aukaárás, snöggar hreyfingar | 3 | +2 |
6. | +3 | Einkenni vegferðar | 4 | +2 |
7. | +3 | Villt eðlishvöt | 4 | +2 |
8. | +3 | Hæfileikaaukning | 4 | +2 |
9. | +4 | Grimmur árangur (1 teningur) | 4 | +3 |
10. | +4 | Einkenni vegferðar | 4 | +3 |
11. | +4 | Vægðarlaus bræði | 4 | +3 |
12. | +4 | Hæfileikaaukning | 5 | +3 |
13. | +5 | Grimmur árangur (2 teningar) | 5 | +3 |
14. | +5 | Einkenni vegferðar | 5 | +3 |
15. | +5 | Linnulaus bræði | 5 | +4 |
16. | +5 | Hæfileikaaukning | 5 | +4 |
17. | +6 | Grimmur árangur (3 teningar) | 6 | +4 |
18. | +6 | Óslítandi styrkur | 6 | +4 |
19. | +6 | Hæfileikaaukning | 6 | +4 |
20. | +6 | Fítonskraftur | Ótakmörkuð | +4 |
Einkenni
Sem barbari hefurðu eftirfarandi einkenni.
Bræði
Þú fillist frumstæðri, ofsafenginni grimmd í bardaga. Þegar þú átt að gera geturðu fyllst bræði sem aukaaðgerð (e. bonus action). Meðan þú ert í bræðiskasti færðu eftirfarandi hlunnindi svo lengi sem þú klæðist ekki þungum brynjum:
- Þú hefur meðbyr á styrksköstum og styrksvarnarköstum.
- Þegar þú gerir árás í návígi með því að nota styrk færðu bónus á skaðakastið sem fer eftir barbarastigi þínu. Skaðinn sést á barbaratöflunni.
- Þú færð þol gegn höggskaða (e. bludgeoning damage), stunguskaða (e. piercing damage) og lagskaða (e. slashing damage).
Ef þú getur beitt göldrum geturðu ekki beitt þeim eða einbeitt þér að þeim meðan þú hefur fyllst bræði. Bræðin endist í eina mínútu. Henni lýkur fyrr ef þú missir meðvitund eða ef umferð þinni lýkur án þess að þú hafir gert árás á óvin eða þú orðið fyrir skaða frá því að þú gerðir síðast. Þú getur líka lokið henni með því að nota aukaaðgerð. Eftir að þú hefur fyllst bræði í fjölda skipta sem sést á barbaratöflunni geturðu ekki gert það aftur fyrr en þú hefur hvílst um langa hríð.
Verjulausar varnir
Þegar þú ert ekki í brynju er varnarstig þitt 10 + lipurðarbreyta þín + hreystibreyta þín. Þú getur notað skjöld og samt fengið þessi hlunnindi.
Kærulausar árásir
Þegar 2. stigi er náð geturðu hunsað eigin varnir til að gera þeim mun öflugri árásir. Þegar þú gerir þína fyrstu árás á umferðinni geturðu ákveðið að gera kæruleysar árásir. Það gefur þér meðbyr á öllum árásarköstum í návígi sem nota styrk á þessari umferð, en árásarköst gegn þér hafa líka meðbyr þar til þú gerir næst.
Hættuskyn
Á 2. stigi ferðu að finna á þér þegar eitthvað er ekki eins og það ætti að vera. Þú færð meðbyr á lipurðarvarnarköstum gegn áhrifum (e. effects) sem þú getur séð, til dæmis gildrum og göldrum. Þú nýtur þessara hlunninda ekki ef þú ert blind(ur/t), heyrnarlaus(t) eða óvíg(ur/t) (e. incapacitated).
Vegferð
Á 3. stigi velurðu vegferð (e. path) sem ákvarðar eðli bræði þinnar. Veldu að vegferð berserksins eða vegferð tótemstríðsmannsins (sem er lýst í Handbók spunaspilarans). Þetta val gefur þér einkenni á 3. stigi, og svo aftur á 6., 10. og 14. stigi.
Hæfileikaaukning
Þegar 4. stigi er náð, og aftur á 8., 12., 16. og 19. stigi, máttu auka einn af hæfileikum þínum um 2, eða tvo hæfileika um 1. Eins og alltaf er ekki hægt að auka hæfileika upp fyrir 20 með því að nota þetta einkenni.
Aukaárás
Á 5. stigi geturðu gert árás tvisvar þegar þú gerir árásaraðgerð þegar þú átt að gera.
Snöggar hreyfingar
Á 5. stigi eykst gönguhraði þinn um 3 metra svo lengi sem þú ert ekki í þungri brynju.
Villt eðlishvöt
Á 7. stigi er eðlishvöt þín svo skörp að þú færð meðbyr á snerpuköstum (e. initiative rolls). Einnig, ef þú ert undrandi (e. surprised) í upphafi bardaga og liggur ekki óvíg(ur/t) geturðu gert á fyrstu umferð, en aðeins of þú fyllist bræði áður en þú aðhefst nokkuð.
Grimmur árangur
Á 9. stigi máttu kasta einum skaðateningi vopns þíns til viðbótar þegar þú kastar upp á skaða eftir að hafa náð einstökum árangri á árás. Þetta eykst upp í tvo auka skaðateninga á 13. stigi og þrjá auka skaðateninga á 17. stigi.
Vægðarlaus bræði
Á 11. stigi getur bræði þín haldið þér gangandi þrátt fyrir geigvænleg sár. Ef heilsa þín fellur niður í 0 meðan þú ert í bræðiskasti án þess að deyja á staðnum máttu kasta hreystivarnarkasti með erfiðleikastig 10. Ef þú nærð kastinu fellurðu þess í stað niður í 1 heilsu. Í hvert skipti sem þú notar þetta einkenni eftir hið fyrsta eykst erfiðleikastigið um 1. Þegar þú hvílist um langa eða skamma hríð fellur erfiðleikastigið aftur niður í 10.
Linnulaus bræði
Á 15. stigi er bræði þín svo mikil að henni lýkur eingöngu þegar þú missir meðvitund eða þegar þú kýst að ljúka henni.
Óslítandi styrkur
Á 18. stigi, ef útkoma þín á styrkskasti er minni en styrkur þinn máttu nota styrkinn í stað kastsins.
Fítonskraftur
Á 20. stigi ertu holdgervingur styrks náttúrunnar. Styrkur og hreysti þín aukast um 4 hvort. Hámark þessara hæfileika verður 24.
Vegferð Berserksins
Sumir barbarar fyllast bræði af ástæðu - til að geta beitt meira ofbeldi. Líf barbara sem ganga berserksgang einkennist af óbeislaðri, blóðrauðri reiði. Þú nýtur tryllingslegar ringulreiðar bardagans þegar þú gengur berserksgang, án nokkurs tillits til eigin öryggis.
Berserksgangur
Þegar þú velur vegferð berserksins á 3. stigi geturðu ákveðið að ganga berserksgang þegar þú fyllist bræði. Ef þú gerir svo geturðu gert notað aukaaðgerð á hverri umferð eftir þá fyrstu svo lengi sem þú ert í bræðiskasti til að gera eina aukaárás. Þegar bræðinni lýkur verðurðu úrvinda um eitt stig (e. suffer one level of exhaustion).
Hugsunarlaus bræði
Á 6. stigi er ómögulegt að heilla þig eða hræða meðan þú ert í bræðiskasti. Ef þú ert undir slíkum áhrifum þegar þú fyllist bræði er áhrifunum slegið á frest á meðan bræðin varir.
Ógnandi nærvera
Á 10. stigi geturðu notað aðgerð til að hræða fólk með ógnvænlegri nærveru þinni. Veldu eina veru sem þú getur séð innan 9 metra. Ef veran getur séð þig og heyrt í þér þarf hún að ná viskuvarnarkasti (erfiðleikastig 8 + hæfnibónusinn þinn + þokkabreyta þín) eða verða hrædd þar undir lok næstu umferðar þinnar. Í síðari umferðum geturðu notað aðgerð til að framlengja þessi áhrif fram undir lok næstu umferðar. Áhrifunum lýkur ef veran lýkur umferð sinni utan sjónsviðs eða ef hún fer meira en 18 metra frá þér. Ef veran nær varnarkastinu geturðu ekki notað þetta einkenni gegn henni aftur næsta sólarhringinn.
Hefnd
Á 14. stigi, þegar vera innan 1.5 metra skaðar þig, máttu nota viðbragð (e. reaction) til að gera árás með návígisvopni gegn þeirri veru.