Skip to main content

Klerkur

(e. Cleric)

Heilsa

Heilsuteningur: 1d8 fyrir hvert klerksstig

Heilsa á 1. stigi: 8 + hreystibreyta þín

Heilsa á hærri stigum: 1d8 (eða 5) + hreystibreyta þín fyrir hvert klerksstig eftir hið fyrsta.

Hæfni

Vopn: Einföld vopn

Verjur: Léttar brynjur, miðlungsbrynjur, skildir

Áhöld: Engin

Varnarköst: Viska, þokki

Kunnátta: Þrjár kunnáttur að eigin vali.

Útbúnaður

Þú byrjar með eftirfarandi útbúnað, til viðbótar við þann sem kemur frá bakgrunninum:

  • (a) stríðskylfu (e. mace) eða (b) stríðshamar
  • (a) hreistursbrynju (e. scale mail), (b) leðurbrynju eða (c) hringabrynju (e. chain mail) ef hæfni er til staðar
  • (a) Léttur lásbogi og 20 lásbogaörvar eða (b) einfalt vopn að eigin vali
  • (a) Prestspakki eða (b) landkönnuðarpakki
  • Skjöldur og helgitákn

Tafla: Klerkurinn

StigHæfnib.EinkenniBrögð1.2.3.4.5.6.7.8.9.
1.+2Galdramáttur, guðlegt valdssvið32--------
2.+2Beislun hins guðlega (1/hvíld), einkenni valdssviðs33--------
3.+2-342-------
4.+2Hæfileikaaukning443-------
5.+3Gröndun hinna lifandi dauðu (ES 1/2)4432------
6.+3Beislun hins guðlega (2/hvíld)4433------
7.+3-44331-----
8.+3Hæfileikaaukning, Gröndun hinna lifandi dauðu (ES 1), einkenni valdssviðs44332-----
9.+4-443331----
10.+4Guðleg íhlutun443332----
11.+4Gröndun hinna lifandi dauðu (ES 2)4433321---
12.+4Hæfileikaaukning4433321---
13.+5-44333211--
14.+5Gröndun hinna lifandi dauðu (ES 3)44333211--
15.+5-443332111-
16.+5Hæfileikaaukning443332111-
17.+6Gröndun hinna lifandi dauðu (ES 4), einkenni valdssviðs4433321111
18.+6Beislun hins guðlega (3/hvíld)4433331111
19.+6Hæfileikaaukning4433332111
20.+6Aukin guðleg íhlutun4433332211

Einkenni

Sem klerkur hefurðu eftirfarandi einkenni.

Galdramáttur

Sem klerkur tengirðu guðleg öfl á milli heima, sem veitir þér galdramátt.

Galdrabrögð

Þú kannt þrjú galdrabrögð að eigin vali af galdralista klerksins. Þú lærir fleiri brögð eftir því sem þú nærð hærri stigum klerksins, eins og sjá má á klerkstöflunni.

Undirbúningur og beiting galdra

Klerkstaflan sýnir hversu mörg galdrahólf þú hefur til ráðstöfunar til að beita göldrum á 1. stigi og uppúr. Til að beita slíkum galdri þarftu að eyða galdrahólfi sem samsvarar hring galdursins eða æðra hólfi. Þú endurheimtir öll galdrahólf sem þú hefur notað þegar þú hvílist um langa hríð.

Þú undirbýrð þá galdra sem eru tilbúnir til þess að þeim sé beitt af klerkagaldralistanum. Veldu klerkagaldra að fjölda sem er jafn viskubreytu þinni að viðbættu klerkastigi þínu (að lágmarki einn galdur). Galdrarnir þurfa að tilheyra hringjum sem þú hefur aðgang að í gegnum galdrahólf. Til dæmis, ef þú ert 3. stigs klerkur hefurðu fjögur 1. hrings galdrahólf og tvö 2. hrings galdrahólf. Með visku upp á 16 geturðu undirbúið sex 1. og 2. hrings galdra í hvaða samsetningu sem er. Ef þú undirbýrð 1. hrings galdurinn sárabót geturðu beitt honum með því að nota 1. eða 2. hrings galdrahólf. Galdurinn helst undirbúinn þó hann sé notaður.

Breyta má þeim göldrum sem eru undirbúnir þegar þú lýkur langri hvíld. Undirbúningur nýrra galdra krefst bæna og innhverfrar íhugunar: að minnst 1 mínúta fyrir hvern hring fyrir hvern galdur sem þú undirbýrð.

Galdrahæfileiki

Galdrahæfileiki þinn fyrir klerksgaldra er viska. Galdrar þínir koma frá einstökum tenglsum þínum við hið guðlega. Þú notar visku í hvert skipti sem galdur vísar til galdrahæfileika þíns. Viska ákvarðar líka erfiðleikastig varnarkasta gegn klerksgöldrum sem þú beitir og þegar þú þarft að gera með þeim árásarköst.

Erfiðleikastig varnarkasta gegn göldrum = hæfnibónus þinn + viskubreyta þín

Árásarbreyta galdra = hæfnibónus þinn + viskubreyta þín

Galdraathafnir

Þú getur beitt þeim klerksgöldrum sem eru merktir sem athöfn sem athöfn ef þú hefur undirbúið galdurinn.

Galdrafókus

Þú getur notað helgitákn sem fókus fyrir klerksgaldra þína.

Guðlegt valdssvið

Veldu eitt af valdssviðum (e. domain) guðs þíns, til dæmis líf. Lífsvaldssviðinu er lýst undir lok hetjugerðarlýsingarinnar. Öðrum valdssviðum er lýst í Handbók Spunaspilarans. Hvert þeirra tiltekur guði sem valdssviðinu tengjast. Valdssviðið veitir þér valdssviðsgaldra og önnur einkenni þegar það er valið á 1. stigi. Það veitir einnig fleiri leiðir til að beisla hið guðlega þegar þú öðlast það einkenni á 2. stigi, og enn fleiri á 6. , 8. og 18. stigi.

Valdssviðsgaldrar

Hvert valdssvið hefur sinn eigin galdralista - valdsviðsgaldra - sem þú lærir á stigum sem tilgreind eru í lýsingu valdssviðsins. Þegar þú hefur lært valdssviðsgaldur telst hann alltaf vera undirbúinn, hann telst ekki með í fjölda galdra sem þú getur undirbúið dag hvern. Valdssviðsgaldar sem ekki eru á klerkagaldralistanum teljast engu að síður vera klerkagaldrar gagnvart þér.

Beislun hins guðlega

Þegar 2. stigi klerksins er náð geturðu beislað guðlega orku beint frá guði þínum og notað hana til að kalla fram galdraáhrif. Þú getur kallað fram tvö slík áhrif frá upphafi, að buga hin lifandi dauðu og annað að auki sem kemur frá valdssviði þínu. Sum valdssvið veita þér fleiri leiðir til að beisla guðlega orku, sjá lýsingar viðkomandi valdssviða.

Þú velur áhrifin sem kalla skal fram þegar þú beislar guðlega orku. Þú getur ekki notað einkennið aftur fyrr en þú hefur hvílst um skamma eða langa hríð. Sum áhrif krefjast varnarkasta, þegar slíkt á við skal miða við erfiðleikastig varnarkasta gegn þeim klerksgöldrum sem þú beitir.

Á 6. stigi geturðu beislað guðlega orku tvisvar á milli hvílda, á 18. stigi geturðu notað það þrisvar á milli hvílda. Þú endurheimtir alltaf allar notkanir þegar þú hvílist um skamma eða langa hríð.

Beislun hins guðlega: Bugun hinna lifandi dauðu

Sem aðgerð geturðu reitt fram helgitákn þitt og farið með bæn til að vísa á brott hinum lifandi dauðu. Lifandi dauðar verur sem eru innan sjónfæris eða kallfæris innan 9 metra þurfa að ná viskuvarnarkasti. Þeim verum sem mistekst kastið eru bugaðar (e. turned) í eina mínútu, eða þar til veran tekur skaða.

Buguð vera þarf að eyða umferðum sínum í að fjarlægjast þig eins og hún getur, og hún getur ekki komið innan 9 metra frá þér sjálfviljug. Hún getur ekki heldur brugðist við (e. use reactions). Einu aðgerðirnar sem hún getur tekið er að þjóta (e. dash) eða að reyna að sleppa undan áhrifum sem heldur henni fastri. Ef hún kemst hvergi getur hún notað aðgerð til að forðast (e. dodge).

Hæfileikaaukning

Þegar 4. stigi er náð, og aftur á 8., 12., 16. og 19. stigi, máttu auka einn af hæfileikum þínum um 2, eða tvo hæfileika um 1. Eins og alltaf er ekki hægt að auka hæfileika upp fyrir 20 með því að nota þetta einkenni.

Gröndun hinna lifandi dauðu

Á 5. stigi, þegar lifandi dauðri (e. undead) veru misheppnast að ná varnarkasti gegn hæfileika þínum til að buga hin lifandi dauðu er henni þess í stað grandað á staðnum ef áskorunarstig (e. challenge rating) verunnar er ekki hærra en ákveðinn þröskuldur sem sjá má á töflunni að neðan:

KlerksstigGrandar lifandi dauðum af áskorunarstigi
5.1/2 eða lægra
8.1 eða lægra
11.2 eða lægra
14.3 eða lægra
17.4 eða lægra

Guðleg íhlutun

Á 10. stigi geturðu beðið guð þinn um að skerast í leikinn þegar neyðin er stærst. Það að ákalla guð þinn krefst aðgerðar. Lýstu aðstoðinni sem þú þarfnast og kastaðu prósentutening. Ef talan er lægri eða jöfn klerksstigi þínu grípur guð þinn inní. Stjórnandi velur eðli íhlutunarinnar, áhrif valdssviðsgaldurs væru viðeigandi.

Ef þú ert bænheyrð(ur/t) geturðu ekki notað þetta einkenni aftur næstu sjö daga. Annars geturðu notað það aftur eftir að þú hefur hvílst um langa hríð.

Á 20. stigi heppnast ákallið sjálfkrafa, án þess að þú þurfir að kasta teningi.

Valdssvið lífsins

Valdssvið lífsins einblínir á jákvæða orku - eina af grunnkröftum alheimsins - sem viðheldur öllu lífi. Guðir lífsins stuðla að heilsu og hreysti með því að lækna sjúka og særða, hugsa um þá sem á aðstoð þurfa að halda, og með því að hrekja á brott dauðann og hin lifandi dauðu. Nær allir guðir nema þeir sem eru illir geta talið valdssvið lífsins innan síns áhrifasviðs, sérstaklega landbúnaðarguðir (t.d. Chauntea, Arawai og Demeter), sólguðir (t.d. Lathander, Pelor og Re-Horakhty), guðir lækninga og hreysti (t.d. Ilmater, Mishakal, Apollo og Diancecht) og guðir heimilis og samfélags (t.d. Hestia, Hathor og Boldrei).

Valdssviðsgaldrar lífsins

KlerksstigGaldrar
1.Blessun, sárabót
3.Smáendurheimt, vopn andans
5.Vonarviti, endurlífgun
7.Nábrynja, verndari trúarinnar
9.Fjöldasárabót, upprisa holdsins

Viðbótarhæfni

Þegar þú velur valdssviðið á 1. stigi verðurðu hæf(ur/t) í noktun þungra brynja.

Lærisveinn lífsins

Á 1. stigi verða lækningagaldrar þínir líka öflugri. Þegar þú beitir galdri af 1. hring eða æðri til að bæta heilsu (e. restore hit points) veru endurheimtir veran heilsu sem samsvarar 2 + hring galdursins.

Beislun hins guðlega: Varðveisla lífs

Á 2. stigi geturðu beislað hið guðlega til að lækna hin alvarlega særðu. Sem aðgerð geturðu reitt fram helgitákn þitt og kallað fram lækningamátt sem getur bætt heilsu sem nemur fimmföldu klerksstigi þínu. Veldu eina eða fleiri verur innan 9 metra og deildu heilsunni þeirra á milli. Þetta einkenni getur ekki læknað veru meira en sem nemur helming hámarksheilsu hennar. Þú getur ekki notað þetta einkenni á lifandi dauða veru eða gerviveru (e. _construct).

Læknir af guðs náð

Þegar 6. stigi er náð læknast þú líka þegar þú beitir lækningagöldrum á aðra. Þegar þú beitir lækningagaldri af 1. hring eða æðri sem bætir heilsu annarrar veru batnar heilsa þín líka um 2 + hring galdursins.

Högg guðanna

Á 8. stigi geturðu fyllt vopn þitt heilagri orku. Einu sinni á hverri umferð geturðu látið árás með vopni sem heppnast gera 1d8 geislaskaða til viðbótar. Þegar þú nærð 14. stigi eykst skaðinn upp í 2d8.

Kraftaverkalækning

Á 17. stigi, þegar þú myndir undir venjulegum kringumstæðum kasta teningum til að ákvarða hversu mikla heilsu þú bætir þegar þú beitir galdri, notarðu þess í stað hæstu mögulegu útkomu á hverjum tening. Til dæmis, í stað þess að bæta heilsu um 2d6, bætirðu hana um 12.