Bakgrunnar
Allar sögur hefjast einhvers staðar. Bakgrunnur perósnunnar snýst um hvaðan hún kemur, hvernig hún hóf ævintýramennsku, og hver staða hennar er í heiminum. Stríðskappi gæti verið hugrakkur riddari eða þrautreyndur hermaður. Vitkinn gæti verið þulur (e. sage) eða handverksmaður. Þrjótur gæti hafa haft til hnífs og skeiðar með því að vinna sem þjófur fyrir gildi eða sýnt listir sínar sem hirðfífl.
Bakgrunnurinn segir til um hvernig persónan passar inn í söguna. Mikilvægasta spurningin er - hvað breyttist? Af hverju hætti persónan að gera það sem bakgrunnurinn segir til um og byrjaði á ævintýramennsku? Hvaðan kom peningurinn sem hún notaði til að kaupa útbúnaðinn sinn, og ef fjölskylda hennar er rík, hvers vegna hefur persónan ekki meira á milli handanna? Hvað fær persónuna til að skera sig úr meðal annarra sem hafa sama bakgrunn?
Hæfni
Hver bakgrunnur færir persónunni hæfni í tveimur kunnáttum (e. skills). Að auki gefa veita flestir bakgrunnar hæfni með einu eða fleiri áhöldum.
Persóna sem fær sömu hæfni úr tveimur áttum má velja nýja hæfni (kunnáttu eða áhald) í staðinn.
Tungumál
Sumir bakgrunnar leyfa persónunni að læra tungumál umfram þau sem hún fær frá kynþættinum.
Útbúnaður
Hver bakgrunnur tekur fram hvaða útbúnað persónan byrjar með. Ef aukareglan um að eyða peningum í útbúnað er í notkun fær persónan ekki þennan útbúnað.
Tillögur að persónueinkennum
Bakgrunnurinn telur upp möguleg persónueinkenni fyrir persónuna. Velja má persónueinkenni, kasta má tening til að velja þau af handahófi, og nota má uppástungurnar sem innblástur fyrir þinn eigin skáldskap.
Að sérsníða bakgrunn
Sníða má til bakgrunn til að hann passi betur við persónuna eða spilaheiminn (e. the campaign setting). Til að búa til eigin bakgrunn má velja bakgrunn og skipta út einkennum fyrir önnur, velja tvær kunnáttur, og samtals tvær hæfnir í áhöldum eða tungumálum sem finna má í öðrum bakgrunnum. Nota má útbúnaðinn úr bakgrunninum eða eyða peningnum í útbúnað. Að lokum skal velja tvö persónuleikaeinkenni, eina hugsjón, ein tengsl, og einn galla. Ef engin einkenni finnas sem passar skaltu vinna með stjórnanda til að búa slíkan til.
Meðhjálpari
(e. Acolyte) Þú hefur eytt lífi þínu í þjónustu hofs ákveðins guðs eða guðafjölskyldu. Þú brúar bilið milli heims hins heilaga og hins dauðlega, framkvæmir helgiathafnir og fórnir til að færa söfnuðinn nær guðunum. Þú ert ekki endilega klerkur - það að framkvæma helgiathafnir er ekki það sama og að beisla guðlega orku.
Veldu guð, guðafjölskyldu, eða annars konar guðlega veru af lista stjórnanda og ákveðið í sameiningu hvað felst í trúarlegri þjónustu persónunnar. Varstu minniháttar starfsmaður í hofi sem aðstoðaðir presta við helgiathafnir? Eða varstu æðstiklerkur sem skyndilega var kallaður til að þjóna guði þínum á nýjan hátt? Kannski varstu leiðtogi lítils sértrúarsafnaðar sem var ekki hluti af stærri skipulögðum trúarbrögðum, eða meðlimur dulspekihóps sem tilbiður fjanda sem þú hefur nú afneitað.
- Kunnáttur: Innsæi (e. insight), trúarbrögð
- Tungumál: Tvö að eigin vali
- Útbúnaður: Helgitákn (sem þú fékkst að gjöf þegar þú gekkst í regluna), bænabók eða bænahjól, reykelsi, kjóll, almúgaföt, poki með 15 gullpeningum.
Einkenni: Hlífiskjöldur trúarinnar
Meðhjálparar njóta virðingar þeirra sem stunda sömu trúarbrögð, og þú getur framkvæmt helgiathafnir guðs þíns. Þú og ferðafélagar þínir geta gengið að lækningum og aðhlynningum sem vísum þegar þið heimsækið hof og helgiskrín tileinkuð trúnni, þó að þú þurfið sjálf að skaffa allan efnivið sem þarf fyrir galdra. Trúarsystkini þín eru tilbúin til að sjá þér (og eingöngu þér) fyrir einföldu uppihaldi.
Þú gætir líka haft tengsl við ákveðið hof þar sem þú hefur aðsetur. Þetta gæti verið hofið þar sem þú þjónaðir áður, eða hof þar sem þú hefur búið þér til nýtt heimili. Þegar þú ert í nágrenni þessa hofs geturðu kallað eftir aðstoð frá prestum þess, svo lengi sem þú heldur góðum tengslum við hofið og þjónustan reynist ekki hættuleg.
Tillögur að persónueinkennum
Meðhjálparar hafa mótast af reynslu sinni í hofum eða söfnuðum. Tíminn sem þeir hafa eytt í að rannsaka trúna og tengsl hins guðlega og hins veraldlega hafa áhrif á hvernig þeir hafa samskipti og hugsjónir þeirra. Gallar þeirra gætu verið hræsni eða trúvilla, eða hugsjón tekin út í öfgar.
d8 | Persónuleikaeinkenni |
---|---|
1 | Ég dýrka ákveðna hetju trúar minnar og vísa stöðugt til dæmisaga þar sem hún kemur við sögu. |
2 | Ég get alltaf fundið sameiginlegan flöt milli stríðandi fylkinga, sýnt báðum hliðum samúð og unnið í átt að sáttum. |
3 | Ég sé sífellt teikn í lofti. Guðirnir eru að reyna að tala við okkur, það er okkar að hlusta. |
4 | Ekkert getur slegið á jákvæðnina í mér. |
5 | Ég vísa sífellt í (eða skálda upp) trúartexta sem eiga við aðstæður. |
6 | Ég sýni öðrum trúarbrögðum sérstakt umburðarlyndi (eða fyrirlitningu) og virði (eða fordæmi) dýrkun annarra á öðrum guðum. |
7 | Ég nýt þeirra lystisemda sem efri lög trúarinnar hafa veitt mér aðgang að. Ég þoli ekki fábrotinn lífsstíl. |
8 | Ég hef eytt svo miklum tíma í hofinu að ég hef nær enga reynslu í að tala við venjulegt fólk. |
d6 | Hugsjón |
---|---|
1 | Hefðir. Hinar ævafornu hefðir tilbeiðslu og fórna skulu í heiðri hafðar. (Regla) |
2 | Góðgerðir. Ég reyni alltaf að hjálpa þeim sem á hjálp þurfa að halda, sama hvað það kostar mig. (Gott) |
3 | Breytingar. Við þurfum að hjálpa til við að koma í verk þeim breytingum sem guðirnir eru stanslaust að reyna að koma í gegn á heiminum. (Óreiða) |
4 | Vald. Ég vonast til að ná upp á topp valdastigans innan trúarinnar. (Regla) |
5 | Trú. Ég treysti því að guð minn muni leiða mig til réttra gjörða. Ég trúi því að ef ég legg mikið á mig muni ég uppskera ríkulega. (Regla) |
6 | Upphefð. Ég leitast við að hljóta náð guðs míns með því að samræma gjörðir mínar og kennisetningar guðsins. (Hvað sem er) |
d6 | Tengsl |
---|---|
1 | Ég myndi láta líf mitt til að endurheimta fornan helgigrip trúarinnar sem glataðist fyrir löngu. |
2 | Ég mun einn daginn ná hefndum gegn spilltu trúarstofnuninni sem bannfærði mig. |
3 | Ég á prestinum sem tók mig að sér þegar foreldrar mínir dóu líf mitt að launa. |
4 | Allt sem ég geri geri ég fyrir almenninginn. |
5 | Ég mun gera hvað sem er til að vernda hofið sem ég þjónaði í. |
6 | Ég hyggst skrifa heilagt rit sem óvinir mínir munu líta á sem villutrú og vilja eyða. |
d6 | Galli |
---|---|
1 | Ég dæmi annað fólk of harkalega, og mig enn harkalegar. |
2 | Ég treysti valdhöfum innan hofsins míns of mikið. |
3 | Trú mín leiðir stundum til þess að ég treysti trúarsystkinum mínum í blindni. |
4 | Ég er ósveigjanleg(ur/t). |
5 | Ég gruna ókunnuga um hið versta. |
6 | Þegar ég hef einsett mér að ná markmiði mun ég einblína á það sama þó það skaði aðra hluta lífs míns. |