Skip to main content

Kynþættir

Eiginleikar kynþátta

Lýsing hvers kynþáttar inniheldur eiginleika sem meðlimir þess kynþáttar eiga sameiginlega. Eftirfarandi eiginleikar eiga við flesta kynþætti.

Aukahæfileikar

Allir kynþættir hækka einn eða fleiri af hæfileikum persónunnar.

Aldur

Aldursfærslan lýsir því hvenær kynþátturinn telst fullorðinn, ásamt lífslíkum meðlima hans. Þetta er ætlað til þess að hjálpa þér að ákveða hve gömul persónan ætti að vera í upphafi leiks. Þú mátt velja hvaða aldur sem er. Aldurinn má nota sem útskýringu á ákveðnum hæfileikum. Ef persónan er mjög ung eða mjög gömul gæti það útskýrt lágar tölur í styrk eða hreysti, og hár aldur gæti útskýrt mikla greind eða visku.

Innræti

Flestir kynþættir hneigjast til ákveðins innrætis (e. alignment). Þessar tilhneigingar eru ekki bindandi fyrir persónur spilara, en það að hugsa um t.d. af hverju dvergurinn þinn hneigist til óreiðu (e. chaotic) í samfélagi sem almennt hneigist til reglu (e. lawful) gæti hjálpað við að kynnast persónunni betur.

Stærð

Flestir kynþættir eru af miðstærð (e. medium), stærðarflokkur sem á við verur sem eru á nokkurn veginn á milli 120 og 240 sentímetrar á hæð. Sumir kynþættir eru litlir (e. small), á milli 60 til 120 sentímetrar á hæð, sem kemur við sögu í sumum leikreglum. Mikilvægasta slíka reglan er að litlar persónur eiga í vandræðum með að nota þungavopn (e. heavy weapons), eins og lýst er í kaflanum um útbúnað.

Hraði

Hraði þinn ákvarðar hversu langt þú getur farið þegar þú ferðast (sjá ævintýramennsku) og berst (sjá bardaga)

Tungumál

Persónan getur talað, skrifað og lesið ákveðin tungumál sem fara eftir kynþættinum.

Undirkynþáttur

Sumir kynþættir greinast í undirkynþætti. Undirkynþættir hafa eiginleika aðalkynþáttarins auk þeirra sem teknir eru fram fyrir undirkynþáttinn. Sambönd á milli kynþátta eru á alla vegu.

Álfar

Álfar hafa fjölbreytta náttúrulega hæfileika, og aðra sem þeir hafa fágað og fínpússað um árþúsundir.

  • Aukahæfileikar. Lipurð álfsins eykst um 2.
  • Aldur. Álfar ná fullum líkamlegum þroska á svipuðum aldri og mannfólk (e. humans), en skilningur þeirra á fullorðinsaldri felur einnig í sér lífsreynslu. Álfar telja sig oftast fullorðna í kringum hundrað ára aldur og geta hæglega orðið 750 ára gamlir.
  • Innræti. Álfum er frelsi, fjölbreytni og tjáning hjartfólgin, svo þeir falla oftast undir mýkri hliðar óreiðunnar. Þeir kunna að meta frelsi annarra líkt og sitt eigið, og eru góðir oftar en ekki.
  • Stærð. Álfar eru á milli 150 og 180 sentímetrar á hæð og grannvaxnir. Þeir eru af miðstærð.
  • Hraði. Grunngönguhraði álfa er 9 metrar.
  • Nætursjón. Álfar eru alvanir dimmum skógum og næturhimnum, svo þeir sjá vel í myrkri og rökkri. Þeir sjá í rökkri innan 18 metra jafn vel og í björtu, og í myrkri jafn vel og í rökkri. Álfar greina ekki litaskil í myrkri, nætursjónin er svarthvít.
  • Skörp skilningarvit. Álfar teljast hæfir í eftirtektarsemi (e. perception).
  • Arfleifð huldufólksins Álfar hafa meðbyr á köstum gegn því að vera heillaðir (e. charmed) með göldum, og ekki er hægt að svæfa þá með göldrum.
  • Trans. Álfar sofa ekki. Þess í stað beita þeir djúpri íhugun þar sem þeir nær missa meðvitund, í fjóra tíma á dag. Þetta kallast "trans" á samtungu. Á vissan hátt dreymir álfa í þessu ástandi, en í raun er þetta æfð hugarleikfimi sem verður ómeðvituð með tímanum. Álfar fá það sama út úr því að hvílast á þennan hátt og mannfólk fá úr fullum nætursvefni.
  • Tungumál. Álfar geta talað, lesið og skilið samtungu og álfamál. Álfamál er flæðandi, blæbrigðaríkt og málfræði þess er flókin. Sagnaarfur álfa er mikill og fjölbreyttur, og söngvar þeirra og ljóð eru fræg meðal annarra kynþátta. Mörg skáld læra álfamál til þess eins að geta flutt ballöður álfanna.

Háálfar

Háálfar eru skarpir og fjölkunnugir. Í mörgum spunaspilsheimum eru tvær gerðir háálfa. Önnur gerðin er hrokafull og fjarlæg, og lítur á sem svo að hún sé yfir alla nema álfa og jafnvel aðra álfakynþætti hafin. Hin gerðin er algengari og vingjarnlegri, og má oft finna meðal mannfólks og annarra kynþátta.

  • Aukahæfileikar. Greind álfsins eykst um 1.
  • Álfnesk vopnaþjálfun. (e. elf weapon training) Háálfar eru hæfir í notkun langsverða (e. longsword), stuttsverða (e. short sword), langboga (e. longbow) og stuttboga (e. shortbow).
  • Galdrabragð. (e. cantrip) Háálfar kunna eitt galdrabragð að eigin vali af galdramannalistanum. Greind er hæfileikinn sem stýrir galdragetu þeirra.
  • Aukatungumál. Háálfar geta talað, lesið og skrifað eitt tungumal að eigin vali til viðbótar.

Dvergar

Dvegar hafa ýmsa meðfædda hæfileika sem eru veigamiklir í þeirra samfélagi.

  • Aukahæfileikar. Hreysti dvergsins eykst um 2.
  • Aldur. Dvergar fullorðnast á svipuðum hraða
  • Innræti. Flestir dvergar hneigjast til reglu, hafandi bjargfasta trú á skipulegu samfélagi. Þeir hneigjast líka til góðs (e. good), sýna drengskap og trúa að allt fólk eigi að njóta ávaxta réttláts skipulags.
  • Stærð. Dvergar eru á milli 120 og 150 sentímetrar á hæð og um 70 kílóa þungir að meðaltali. Þeir eru af miðstærð.
  • Hraði. Grunngönguhraði dverga er 7.5 metrar. Hraði þeirra minnkar ekki við að bera þungar brynjur (e. heavy armor).
  • Nætursjón. (e. Darkvision) Dvergar hafa aðlagast lífi neðanjarðar, svo þeir sjá vel í myrkri og rökkri. Þeir sjá í rökkri innan 18 metra jafn vel og í björtu, og í myrkri jafn vel og í rökkri. Dvergar greina ekki litaskil í myrkri, nætursjónin er svarthvít.
  • Dvergnesk þrautseigja. (e. dwarven resilience) Dvergar hafa meðbyr á varnarköstum gegn eitri, og eru þolnir (e. resistance) gegn eiturskaða.
  • Dvergnesk bardagaþjálfun. (e. dwarven combat training) dvergar eru hæfir (e. have proficiency) í notkun vígaxa (e. battle axe), handaxa (e. hand axe), léttra hamra (e. light hammer) og stríðshamra (e. warhammer).
  • Hæfni í notkun áhalda. (e. tool proficiency) Dvergar eru hæfir í notkun handverkstóla (e. artisan's tools) að eigin vali, t.d. verkfærum smiða eða múrara, eða bruggáhöldum.
  • Þekking á steinum. (e. stonecunning) Dvergar teljast hæfir í greindarköstum sem tengjast sögukunnáttu þegar kemur að uppruna steinsmíði, og bæta við tvöföldum hæfnibónus í slíkum aðstæðum.
  • Tungumál. Dvergar geta talað, lesið og skrifað samtungu (e. Common) og dvergnesku (e. dwarvish). Dvergneska er full af hörðum samhljóðum og kokhljóðum, og hreimur dverga ber þess merki þegar þeir tala önnur tungumál.

Hæðadvergar

Hæðadvergar eru gæddir skörpum skilningarvitum, djúpu innsæi og ótrúlegri þrautseigju.

  • Aukahæfileikar. Viska dvergsins eykst um 1.
  • Dvergnesk seigla. Heilsa (e. hit points) þín eykst um 1, og um einn til viðbótar í hvert skipti sem þú nærð nýju stigi.

Fáfnisniðjar

Arfleifð drekanna sést á ýmsan hátt hjá fáfnisniðjum.

  • Aukahæfileikar. Styrkur fáfnisniðjans eykst um 2 og þokki hans um 1.

  • Aldur. Fáfnisniðjar þroskast hratt. Þeir geta gengið örfáaum klukkustundum eftir að hafa klakst, ná þroska 10 ára mannsbarns um þriggja ára aldur, og eru fullorðnir um 15 ára aldurinn. Þeir geta orðið um 80 ára gamlir.

  • Innræti. Fáfnisniðjar taka oft sterka, meðvitaða afstöðu í hinni kosmísku baráttu góðs og ills. Flestir drekaniðjar hneigjast til góðs, en þau þeirra sem ganga illskunni á hönd geta orðið hrikaleg illmenni.

  • Stærð. Fáfnisniðjar eru hávaxnari og þyngri en mannfólk. Þeir eru yfir 180 sentímetrar á hæð og meira en 110 kíló að þyngd. Fáfnisniðjar eru af miðstærð.

  • Hraði. Grunngönguhraði fáfnisniðja er 9 metrar.

  • Drekaarfleifð

ÆtterniSkaðagerðGerð andardráttar
SvartSýra1,5 sinnum 9 metra lína (Lipurð veitir vörn)
BláttElding1,5 sinnum 9 metra lína (Lipurð veitir vörn)
LátúnEldur1,5 sinnum 9 metra lína (Lipurð veitir vörn)
BronsElding1,5 sinnum 9 metra lína (Lipurð veitir vörn)
KoparSýra1,5 sinnum 9 metra lína (Lipurð veitir vörn)
GullEldur4,5 metra keila (Lipurð veitir vörn)
GræntEitur4,5 metra keila (Hreysti veitir vörn)
RauttEldur4,5 metra keila (Lipurð veitir vörn)
SilfurKuldi4,5 metra keila (Hreysti veitir vörn)
HvíttKuldi4,5 metra keila (Hreysti veitir vörn)
  • Fáfnisniðjar eru afkomendur dreka. Veldu eina gerð dreka af töflunni að ofan. Fáfnisniðjinn erfir andardrátt og þol gegn skaðagerð sem fer eftir áa persónunnar.

  • Andardráttur Fáfnis. Þú getur notað aðgerð (e. action) til að spúa eldi eða öðrum skaða. Stærð, lögun og skaðategund andardráttarins ræðst af gerð áa þíns. Allar verur innan áhrifasvæðis andardráttarins þurfa að ná viðeigandi varnarkasti. Erfiðleikastig kastsins er 8 + hreystibreyta þín + hæfnibónus þinn. Verur taka 2d6 í skaða ef kastið misheppnast, helmingi minna ef það tekst. Skaðinn eykst í 3d6 á 6. stigi, 4d6 á 11. stigi og 5d6 á 16. stigi. Eftir að þú hefur notað andardráttinn geturðu ekki notað hann aftur nema þú hvílist um skamma hríð (e. complete a short rest).

  • Þol. Fáfnisniðjar eru þolnir gegn þeirri gerð skaða sem tengist áa þeirra.

  • Tungumál. Fáfnisniðjar geta talað, lesið og skrifað samtungu og drekatungu. Drekatunga er talið vera eitt elsta mál sem er í notkun, og er mikið notað í galdrafræðum. Flestum þykir málið síður hljóma blítt, fullt af hörðum lokhljóðum og blísturhljóðum.

Gnómar

  • Aukahæfileikar. Greind gnómsins eykst um 2.
  • Aldur. Gnómar verða fullorðnir á svipuðum aldri og mannfólk, og telja sig almennt ráðsetta um fertugt. Þeir geta orðið 350 til nær 500 ára gamlir.
  • Innræti. Gnómar eru oftast góðir. Þeir sem hneigjast til reglu fást við fræðastörf eða eru verkfræðingar eða uppfinningagnómar. Þeir sem hneigjast til óreiðu eru trúbadorarar, svikahrappar, eða flækingar. Gnómar eru góðhjartaðir, jafnvel svikahrapparnir sýna meira fjör en grimmd.
  • Stærð. Stuttlungar eru um metersháir og vega um 20 kíló. Þeir eru smáir.
  • Hraði. Grunngönguhraði gnóma er 7.5 metrar.
  • Nætursjón. Gnómar eru vanir lífi neðanjarðar, svo þeir sjá vel í myrkri og rökkri. Þeir sjá í rökkri innan 18 metra jafn vel og í björtu, og í myrkri jafn vel og í rökkri. Gnómar greina ekki litaskil í myrkri, nætursjónin er svarthvít.
  • Slyngni. Gnómar hafa meðbyr á öllum varnarköstum gegn göldrum sem byggjast á greind, visku eða þokka.
  • Tungumál. Gnómar geta talað, lesið og skrifað samtungu og gnómsku. Gnómska notar sama letur og dvergneska. Mörg náttúrufræðirit og rit um tæknileg mál eru skrifuð á gnómsku.

Grjótagnómar

Grjótagnómar eru úrræðagóðir og harðari af sér en aðrir gnómar.

  • Aukahæfileikar. Hreysti gnómsins eykst um 1.
  • Völundarspeki. Þegar þú kastar greindarhæfileikakasti sem tengist sögu (e. intelligence (history) check) til að komast að upplýsingum um galdrahluti, gullgerðarlist eða tækni máttu bæta við tvöföldum hæfnibónus í stað þíns venjulega bónus.
  • Fiktari. Gnómurinn er hæfur í notkun handverkstóla. Vopnaður slíkum tólum getur gnómurinn smíðað afar smátt (e. tiny) upptrekkt tæki. Varnarstig (e. armor class) þess er 5 og heilsa þess er 1. Smíðin tekur klukkutíma og hráefnin kosta 10 gullpeninga. Tækið endist í sólarhring, nema gnómurinn eyði klukkutíma í að halda því gangandi eða noti aðgerð sína til að taka það í sundur. Þegar tækið hættir að virka getur gnómurinn endurheimt hráefnin. Gnómurinn getur haft þrjú slík tæki í gangi samtímis. Eftirfarandi möguleikar eru í boði:
    • Upptrekkt leikfang. Leikfangið er upptrekkt dýr, skrýmsli eða mannvera, t.d. froskur, mús, fugl, dreki eða hermaður. Þegar leikfanginu er sleppt ferðast það einn og hálfan metra eftir jörðinni á hverri umferð, í handahófskennda átt. Leikfangið gerir hljóð eins og veran sem það líkist.
    • Kveikjari. Tækið býr til lítinn loga, sem hægt er að nota til að kveikja á kerti, kyndli eða í varðeldi. Til að nota kveikjarann þarf aðgerð.
    • Spiladós. Þegar spiladósin er opnuð spilar hún eitt ákveðið lag á miðlungs hljóðstyrk. Dósin hættir þegar lagið er búið eða þegar dósinni er lokað.

Hálfálfar

Hálfálfar eiga margt sameiginlegt með álfum, en aðrir eiginleikar eru þeirra eigin.

  • Aukahæfileikar. Þokki hálfálfsins eykst um 2, tveir aðrir hæfileikar að eigin vali aukast um 1.
  • Aldur. Hálfálfar þroskast á svipuðum hraða og mannfólk og ná fullorðinsaldri um tvítugt. Þeir eru hins vegar mun langlífari en mannfólk og geta hæglega orðið 180 ára gamlir.
  • Innræti. Hálfálfar sverja sig í álfaætt sína þegar kemur að því að hneigjast til óreiðu. Þeir kunna að meta persónu- og tjáningarfrelsi, þeir stunda ekki leiðtogadýrkun og sækjast ekki sérstaklega eftir áhangendum heldur.
  • Stærð. Hálfálfar eru álíka hávaxnir og mannfólk, oft á milli 150 og 180 sentímetrar að hæð. Hálfálfar eru af miðstærð.
  • Hraði. Grunngönguhraði hálfálfa er 9 metrar.
  • Nætursjón. Hálfálfar sjá vel í myrkri og rökkri þökk sé álfablóðinu. Þeir sjá í rökkri innan 18 metra jafn vel og í björtu, og í myrkri jafn vel og í rökkri. Hálfálfar greina ekki litaskil í myrkri, nætursjónin er svarthvít.
  • Arfleifð huldufólksins. Hálfálfar hafa meðbyr á köstum gegn því að vera heillaðir með göldum, og ekki er hægt að svæfa þá með göldrum.
  • Tungumál. Hálfálfar geta talað, lesið og skrifað samtungu, álfamál og eitt tungumál til viðbótar að eigin vali.

Hálforkar

Hálforkar erfa ýmsa eiginleika frá orkneskum áum þeirra.

  • Aukahæfileikar. Styrkur hálforksins eykst um 2, og hreysti hans um 1.
  • Aldur. Hálforkar þroskast á nokkru hraðar en mannfólk og ná fullorðinsaldri um 14 ára aldurinn. Þeir eldast hraðar og lifa sjaldnast lengur en 75 ár.
  • Innræti. Hálforkar erfa hneigð til óreiðu frá orknesku foreldri sínu og hneigjast ekki sérstaklega til góðs. Hálforkar sem eru fæddir og uppaldir meðal orka hneigjast venjulega til illsku, nema þeir flytji á brott.
  • Stærð. Hálforkar eru nokkru stærri og þreknari en mannfólk, þeir ná iðulega 180 sentímetra hæð. Hálforkar eru af miðstærð.
  • Hraði. Grunngönguhraði hálforka er 9 metrar.
  • Nætursjón. Hálforkar sjá vel í myrkri og rökkri þökk sé orkablóðinu. Þeir sjá í rökkri innan 18 metra jafn vel og í björtu, og í myrkri jafn vel og í rökkri. Hálforkar greina ekki litaskil í myrkri, nætursjónin er svarthvít.
  • Ógnvekjandi. Hálforkar eru hæfir í því að ógna (e. intimidate)
  • Þrjóska. Þegar heilsa hálforks er tekin niður í 0 en hann ekki drepinn á staðnum má velja að fara niður í 1 í heilsu þess í stað. Hálforkurinn getur ekki notað þennan eiginleika aftur fyrr en hann hefur hvílst um langa hríð (e. complete a long rest)
  • Villtar árásir. Þegar hálforkurinn nær einstökum árangri (e. critical hit) með vopni í návígi (e. melee) má kasta einum teningi vopnsins aftur og bæta honum við skaða árásarinnar.
  • Tungumál. Hálforkar geta talað, lesið og skrifað samtungu og orknesku. Orkneska er harkalegt mál með hörðum samhljóðum sem er skrifað með dvergnesku letri.

Helniðjar

Helniðjar (e. tieflings) deila ýmsum eiginleikum þökk sé áum þeirra úr víti.

  • Aukahæfileikar. Greind helniðjans eykst um 1, og þokki hans um 2.
  • Aldur. Hálforkar þroskast á sama hraða og mannfólk en geta orðið nokkrum árum eldri.
  • Innræti. Helniðjar hneigjast ekki til ills að eðlisfari, en margir enda þar samt engu að síður. Hvort sem þeir eru illir eða ekki eru þeir sjálfstæðir sem fær þá til að hneigjast til óreiðu.
  • Stærð. Helniðjar eru um það bil jafn stórir og eins byggðir og mannfólk. Þeir eru af miðstærð.
  • Hraði. Grunngönguhraði helniðja er 9 metrar.
  • Nætursjón. Hálforkar sjá vel í myrkri og rökkri þökk sé áum þeirra úr víti. Þeir sjá í rökkri innan 18 metra jafn vel og í björtu, og í myrkri jafn vel og í rökkri. Helniðjar greina ekki litaskil í myrkri, nætursjónin er svarthvít.
  • Vítisþol. Helniðjar eru þolnir gegn eldskaða.
  • Arfleifð vítis. Helniðjar kunna bragðið (e. cantrip) Ægivald (e. thaumaturgy). Þegar hann nær þriðja stigi getur hann beitt (e. cast) galdrinum Vítislogar (e. hellish rebuke) sem annars hrings galdri einu sinni,getan endurnýjast eftir að hann hefur hvílst um langa hríð. Þegar hann nær fimmta stigi getur hann beitt galdrinum Myrkur (e. darkness) einu sinni, getan endurnýjast eftir að hann hefur hvílst um langa hríð. Þegar kemur að þessum göldrum er þokki galdrahæfileiki (e. spellcasting ability) helniðjans.
  • Tungumál. Helniðjar geta talað, lesið og skrifað samtungu og vítismál (e. infernal).

Mannfólk

Það er erfitt að alhæfa um mannfólk, en mennsk persóna hefur eftirfarandi eiginleika:

  • Aukahæfileikar. Allir hæfileikar mannfólks aukast um 1.
  • Aldur. Mannfólk verður fullorðið seint á táningsárunum og lifa tæpa öld.
  • Innræti. Mannfólk hneigist ekki til neins ákveðins innrætis. Finna má hin verstu og hin bestu meðal þeirra.
  • Stærð. Mannfólk er mjög mismunandi að hæð og líkamsgerð. Sumt nær rétt svo 150 sentímetrum, annað nær vel yfir 180 sentímetra. Mannfólk er af miðstærð.
  • Hraði. Grunngönguhraði mannfólks er 9 metrar.
  • Tungumál. Mannfólk getur talað, lesið og skrifað samtungu og eitt mál til viðbótar. Mannfólk lærir oftast tungumál þeirra kynþátta sem þau versla við, jafnvel framandi mállýskur. Mannfólk slettir og notar tökuorð - orknesk blótsyrði, álfnesk tónlistarhugtök, dvergnesk orð sem tengjast hernaði, og þar fram eftir götunum.

Athugasemd um orðanotkun: Í þessari þýðingu er greinarmunur gerður á mannfólki (e. humans) og mannverum (e. humanoid). Mannfólk er fólk eins og við þekkjum það úr raunheimum, mannverur innihalda fleiri furðukynþætti eins og álfa og dverga sem þó svipar til mannfólks.

Stuttlungar

Stuttlungar (e. halfling) eiga margt sameiginlegt hvor með öðrum.

  • Aukahæfileikar. Lipurð stuttlungsins eykst um 2.
  • Aldur. Stuttlungar verða fullorðnir um tvítugt og ná oftast hálfri annarri öld í aldri.
  • Innræti. Flestir stuttlungar hneigjast til reglu og góðs. Almennt eru þeir góðhjartaðir og hlýir, mega ekkert aumt sjá og umbera ekki kúgun. Þeir eru líka vanafastir og halda mikið í hefðir, og reiða sig á nærsamfélagið.
  • Stærð. Stuttlungar eru um 90 sentímetrar á hæð og vega um 20 kíló. Þeir eru smáir (e. small).
  • Hraði. Grunngönguhraði stuttlunga er 7.5 metrar.
  • Heillastjarna. Þegar þú færð upp 1 á d20 í árásarkasti, hæfileikakasti eða varnarkasti máttu kasta aftur. Þú verður að nota útkomu seinna kastsins.
  • Hugrekki. Þú hefur meðbyr á varnarköstum gegn ótta (e. being frightened).
  • Fimi stuttlunga. Þú mátt færa þig í gegnum reit allra vera sem eru stærri en þú.
  • Tungumál. Stuttlungar geta talað, lesið og skilið samtungu og stuttlungamál. Stuttlungamálinu er ekki beinlínis haldið leyndu, en stuttlungum er illa við að deila því. Þeir skrifa lítið og hafa litla hefð fyrir rituðum sögum, en munnlegar hefðir þeirra eru þeim mun meiri. Nær allir stuttlungar læra samtungu til að geta rætt við fólkið sem þeir deila með löndum eða sem þeir ferðast í gegnum.

Léttfetar

Léttfetar eiga auðvelt með að leynast og hverfa sjónum, jafnvel með því að fela sig bak við annað fólk. Þeir eru vingjarnlegir og ná almennt vel saman við annað fólk. Léttfetar eru líklegri en aðrir stuttlungar til að fyllast ferðaþrá, og búa oft meðal annarra kynþátta eða taka upp hirðingjalífsstíl.

  • Aukahæfileikar. Þokki stuttlungsins eykst um 1.
  • Fæddir til að felast. Stuttlungurinn getur reynt að fela sig þó ekkert byrgi sjón nema önnur vera sem er stærri en þú.