Lýsingar
Innræti
Flestar verur innan heimsins hafa innræti (e. alignment) sem lýsir siðferðislegum og persónulegum afstöðum þess. Innrætið er samsuða tveggja þátta, annars vegar siðferði (gott, illt, eða hlutlaust) og hins vegar viðhorfi viðkomandi til samfélagsins og skipulags (regla, óreiða eða hlutlaust). Samsetningarnar mynda þar með níu mismunandi innræti.
- Verum sem hneigjast til reglubundinnar góðmennsku má treysta til að gera ávallt hið rétta, í samræmi við væntingar samfélagsins. Gulldrekar, helgikempur og flestir dvergar hneigjast til reglubundinnar góðmennsku.
- Fólk sem hneigist til hlutlausrar góðmennsku gerir sitt besta til að hjálpa öðrum í samræmi við þarfir þeirra. Margar himneskar (e. celestial) verur, skýjarisar og flestir gnómar hneigjast til hlutlausrar góðmennsku.
- Verur sem hneigjast til óreiðubundinnar góðmennsku hegða sér í samræmi við eigin samvisku án þess að hugsa mikið um hvað öðrum finnst. Kopardrekar, margir álfar og einhyrningar hneigjast til óreiðubundinnar góðmennsku.
- Einstaklingar sem hneigjast til reglubundins hlutleysis haga sér í samræmi við reglur, lög, og persónulegar sannfæringar. Margir vitkar og munkar hneigjast til reglubundins hlutleysis.
- Hlutleysi er innræti þeirra sem forðast að taka siðferðislega afstöðu og reyna helst að gera það sem virðist best á hverjum tíma. Eðlufólk, flestir drúíðar og margt mannfólk er hlutlaust.
- Verur sem hneigjast til óreiðukennds hlutleysis fylgja helst eigin duttlungum og meta eigið frelsi ofar öllu öðru. Margir barbarar, þrjótar og sum skáld hneigjast til óreiðukennds hlutleysis.
- Verur sem hneigjast til reglubundinnar illsku taka markvisst það sem þeim sýnist, innan ramma hefðar, hollustu, eða persónulegra reglna. Árar (e. devils), bláir drekar, og hádrýslar (e. hobgoblins) hneigjast til reglubundinnar illsku.
- Hlutlaus illska er innræti þeirra sem gera það sem þau komast upp með án hiks eða samviskubits. Margir svartálfar, sumir skýjarisar og drýslar hneigjast til hlutlausrar illsku.
- Verur sem hneigjast til óreiðukenndrar illsku eru ofbeldisfullar, hegðun þeirra ræðst af græðgi, hatri og blóðþorsta. Djöflar (e. demons), rauðir drekar og orkar hneigjast til óreiðukenndrar illsku.
Innræti í fjölheiminum
Fyrir flestum vitsmunaverum snýst innrætið um val. Mannfólk, dvergar, álfar og aðrar mannverur (e. humanoid) geta valið hvort þau haga lífi sínu í samræmi við gildi góðs eða ills, reglu eða óreiðu. Sögur segja að góðu guðirnir sem sköpuðu þessa kynþætti hafi gefið þeim frjálsan vilja til að taka eigin siðferðisákvarðanir, vitandi það að gott án frelsis er ekkert nema þrældómur.
Illu guðirnir sem sköpuðu aðra kynþætti, hins vegar, sköpuðu þá til að þjóna sér. Þessum kynþáttum er í blóð borið að líkjast guðum sínum. Flestir orkar eru ofbeldisfullir og villimannslegir eins og guðir þeirra, og eru þar með illir. Orkar sem velja að snúast til góðs eiga ævilanga innri baráttu fyrir höndum. Jafnvel hálforkar finna fyrir áhrifum illu guðanna innra með sér.
Innræti er ómissandi hluti eðlis himneskra vera og fjanda (e. fiends). Ári velur ekki reglubundna illsku og hneigist ekki til reglubundinnar illsku, hann er reglubundinn illska holdi klædd. Ef hann hætti að vera reglubundið illur myndi hann hætta að vera ári.
Flestar verur sem eru ekki skini bornar hafa ekki innræti, þær eru innrætislausar (e. unaligned). Slíkar verur geta ekki tekið siðferðislegar ákvarðanir og hegða sér í samræmi við dýrslegt eðli sitt. Hákarlar eru t.d. hættuleg villidýr, en þeir eru ekki illir, heldur innrætislausir.
Tungumál
Kynþátturinn ákvarðar hvaða tungumál persónan þín getur talað til að byrja með. Bakgrunnurinn gæti gefið þér aðgang að einu eða fleiri tungumálum að eigin vali til viðbótar. Skráið þessi tungumál niður á persónuörkina (e. character sheet).
Tungumálin má velja af töflunni yfir algeng tungumál hér að neðan. Einnig má velja tungumál sem er algengt í þínu spili (e. campaign). Stjórnandi getur veitt leyfi til að velja þess í stað af töflunni yfir framandi tungumál eða leynimál, t.d. þjófamál (e. thieves' cant) eða drúíðamál.
Sum mál eru í raun tungumálahópur sem inniheldur ýmsar mállýskur. T.d. inniheldur frummál (e. primordial) mállýskurnar vindmál (e. auran), vatnamál (e. aquan), eldmál (e. ignan) og jarðmál (e. terran), eitt fyrir hvert tilvistarstig frumefnanna (e. elemental plane). Verur geta átt samskipti þó þau tali mismunandi mállýskur sama tungumáls.
Algeng tungumál
Tungumál | Dæmigerðir notendur | Letur |
---|---|---|
Samtunga | Mannfólk | Samtunguletur |
Dvergneska | Dvergar | Dvergneskt letur |
Álfamál | Álfar | Álfaletur |
Risamál | Þursar, risar | Dvergneskt letur |
Gnómska | Gnómar | Dvergneskt letur |
Drýslamál | Drýslingar (e. goblinoids) | Dvergneskt letur |
Stuttlungamál | Stuttlungar | Samtunguletur |
Orkneska | Orkar | Dvergneskt letur |
Framandi tungumál
Tungumál | Dæmigerðir notendur | Letur |
---|---|---|
Hyldýpismál (e. abyssal) | Djöflar | Vítisletur |
Himnamál (e. celestial) | Himneskar verur | Himnaletur |
Drekatunga (e. draconic) | Drekar, fáfnisniðjar | Drekaletur |
Djúpmál (e. deep speech) | Abóleð | - |
Vítismál (e. infernal) | Árar | Vítisletur |
Frummál (e. primordial) | Vættir (e. elementals) | Dvergneskt letur |
Skógamál (e. sylvan) | Hulduverur | Álfaletur |
Myrkramál (e. undercommon) | Kaupmenn í myrkheimum (e. underworld) | Álfaletur |