Eldmóður
Eldmóður (e. inspiration) er regla sem stjórnandi getur notað til að verðlauna þig fyrir að spila persónuna í samræmi við persónuleika hennar, hugsjón, tengsl og galla.
Að fyllast eldmóði
Stjórnandi getur verðlaunað þig með því að fylla þig eldmóði í ýmsum kringumstæðum. Venjulega eru það laun fyrir að spila í samræmi við persónuleika persónunnar, eða fyrir að leggja lykkju á leið þína til að fylgja eftir tengslum eða galla, eða á annan hátt leika persónuna á sannfærandi hátt. Stjórnandi segir til um hvernig hægt er að sækja eldmóð í leiknum.
Annaðhvort fyllistu eldmóði eða ekki, það er ekki hægt að safna mörgum "eldmóðum" til að nota síðar.
Að nota eldmóð
Þegar þú hefur fyllst eldmóði geturðu notað hann þegar þú kastar árásarkasti, varnarkasti eða hæfileikakasti til fá meðbyr.
Einnig geturðu áframselt eldmóðinn til annarra spilara til að verðlauna viðkomandi fyrir góða hlutverkaspilun, snjalla lausn eða einfaldlega fyrir að gera eitthvað spennandi innan leiksins. Við slíkar aðstæður geturðu látið eldmóð þinn af hendi og gefið hinni persónunni.